Ég er búin að sjá milljón korka þar sem fólk er að biðja um reggea áhugamál eða pönk áhugamál. Ég hef líka tekið eftir því að jazz og blús áhugamálið er ekki að standa sig. Þess vegna datt mér í hug að það væri kannski hægt að gera svona oldies áhugamál og hafa bara mismunandi tegundir sem mismunandi korka … reggea áhugamál myndi t.d. aldrei verða nógu virkt eitt og sér þótt korkar gætu verið það. Hinsvegar er vandamálið að inn í oldies myndi koma gullöldin en það áhugamál er vel virkt svo það er óþarfi að breyta því.
Ef þetta er ekki hægt er ég með aðra hugmynd fyrir þá sem eru að biðja um ný tónlistaáhugamál: Hættið að kvarta yfir að það sé ekkert áhugamál og reynið að senda inn á þau sem eru til. Það er alveg hægt að senda t.d. pönk og reggae inn á gullöldina eða rokk eða eitthvað eftir því hvað á við.