Tölvan mín fraus um daginn meðan ég var að reyna að setja lög inná iPodinn og þá slökkti ég bara beint á henni. Þegar ég kveikti aftur á henni þá voru öll bookmarkin mín farin úr Firefox og líka stillingarnar sem ég var búinn að setja eins og að hafa takkann til að opna new tab hliðiná adress barinu.
Ég var nokkuð reiður en jájá ég lagaði það aftur bara en hvað gerist næst þegar ég kveiki aftur á firefox.. Downloads og New Tab takkarnir horfnir aftur. Þeir hverfa alltaf þegar ég kveiki á firefox og þetta er farið að fara svolítið vel í taugarnar á mér.
Kann einhver að laga þetta ? Ég er búinn að prófa þarna Start->Run->firefox -p til að skipta um user en það gerir ekkert.
Btw ég er að nota Firefox 1.5