Veit einhver hvort það er hægt að kaupa keiluskó í búð hér á Íslandi? Ég er búinn að spyrjast fyrir í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og í keilusalnum í Mjóddinni. Þar hef ég fengið sömu svör, þau viti ekki um neinar búðir sem selji þetta en það sé hægt að panta skó hjá þeim, sem ég ætla að gera ef ég finn þá hvergi í búð.
Svo eitt enn, virka keiluskór ekki sem ágætis útiskór?