Ég er eiginlega alveg sammála. Það hefur komið svo gífurlega mikið af leikjum frá Lucasarts að þeir ættu að hafa eigið áhugamál. Svo er bara spurning hvort það yrði eitthvað virkt áhugamál. Ég yrði allavegana virkur, enda hef ég varla spilað betri leiki en Lucasarts. T.d. er ég núna að spila KOTOR II í 7. skiptið.
Bestu leikir Lucasarts eru frá tímabilinu þegar þeir voru að gera ævintýraleiki, ahh minningarnar… Day of the tentacle og fleiri. ÞAÐ voru klassaleikir, vildu að þeir hefðu ekki hætt því.
Hvernig var það aftur.. hvaða leikir voru frá þeim? Full Throttle? Curse of the monkey island? Frim fandango? The dig? Ef það voru eitthvað af þessum leikjum.. (minnir það) þá ahh.. góðir tímar :) Ef ekki.. þá ahh, góðir tímar samt :)
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!
Verður bara að ná í http://www.scummvm.org/ til þess að geta spilað þessa gömlu leiki :) Það er ekkert mál, en ef þú lendir í einhverju basli, þá get ég kannski hjálpað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..