Það verður gaman að sjá allt fólkið þarna sem veit ekki neitt um myndirnar sem verða sýndar, en koma bara af því að þeim fannst Pulp Fiction góð. Þetta verða einhverjar obscure ítalskar spennumyndir frá 1960 eða einhverjar kung fu myndir.
Það vill svo til að margir sem telja kvikmyndir vera list, kaupa sér miða á þetta. Vegna þess að Tarantino telur kvikmyndir vera list. Hann velur ekki myndir útaf sprengingum eða Vin Diesel. Ég er einmitt líka svona, og hef ég fulla trú á honum. Enda keypti ég mér miða.
Fær maður að hitta Quentin eða mun hann bara sitja í nýju ullarpeysuni sinni og tala um einhverjar myndir sem engin hefur heyrt um?… því þetta fyrra hljómar pínu krípí
Forsala á þriggja kvikmynda sýningarhátíð bandaríska kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantinos hefst á mánudag klukkan 10 á netinu Kvikmyndirnar verða sýndar þann 30. desember n.k. í Háskólabíói og netforsalan fer fram á vefsíðunum www.icleandfilmfestival.is og www.midi.is.
Sýndar verða þrjár kvikmyndir að vali Tarantino og mun hann kynna myndirnar og spjalla um þær við gesti. Sýningar hefjast kl. 21 og er búist við að þeim ljúki kl. 3 um nótt. Almenn sala hefst 27. desember í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi og einnig áfram á fyrrnefndum vefsíðum.
Hann kemur uppá svið, kynnir næstu kvikmynd talar aðeins um hana, síðan horfum við á myndina. Og eftir 3 heilar kvikmyndir, þá kemur hann líklega aftur uppá svið, segir nokkur lokaorð; Kveður okkur og við förum heim, sæl og glöð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..