Forriti er lýst svo:
Stærsti partur skjásins er hvít síða. Á miðri síðunni er þríhyrningur sem nefnist skjaldbaka, eða “turtle”. Á neðri hluta skjásins er gluggi til þess að skrifa skipanir í. Til þess að byrja skrifar maður “pd” sem stendur fyrir pen down. Síðan getur maður, að mig minnir, skirfað “f 10” (eða eitthvað líkt) sem stendur fyrir forward 10. Þá fer “skjaldbakan” 10 púnkta áfram og skilur eftir sig línu. Maður getur líka látið hana beygja til hægri eða vinstri og jafnvel skrifað forrit sem eru raðir af skipunum sem “skjaldbakan” framkvæmir þegar maður ýtir á “enter”. Semsagt, þetta teiknar eftir skipunum og maður þarf enga listræna hæfileika til.
Ég prófaði þetta forrit þegar ég var svona 10 ára en hef ekki séð það nýlega. Minnir að það heiti eitthvað “logo” eitthvað.
Hvert er forritið?
Ég verð þeim sem getur sagt mér nafnið á forritinu þakklát að eilífu.