Ég á sjálfur iPod 5th gen (Hann heitir EKKI ipod video) og er bara mjög ánægður með hann. Hann er bæði flottari en Creative spilararnir og svo er hann notendavænni.
Ef einhver segir þér að hann þekki helling af fólki sem iPod-inn hefur bilað hjá, þá er það bara vegna þess að það eru mun fleiri sem eiga iPod heldur en Creative.
Þar að auki notar iPodinn iTunes, sem er helvíti þægilegt forrit, þarft ekki að gera annað en að skella iPodinum í samband og hann update-ar sjálfur.
E.s. Ef þér finnst 30 gb óþarfa mikið hefurðu rangt fyrir þér. Þegar þú ert kominn með kvikmyndir og annað inn á spilarann skilurðu ástæðuna.
iPod Photo hét það virkilega, ef ég man rétt. Annars heitir Shuffle virkilega iPod shuffle. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er viðurnefni, en mér líkar einfaldlega ekki við það.
Stóð 5th generation framan á kassanum sem iPod'inn þinn kom í ? Afhverju fer þetta svona mikið í taugarnar á þér ? Afhverju fer þetta meira í taugarnar á þér heldur en iPod Shuffle og iPod Photo ?
Ég man ekki hvað stóð framan á kassanum, en það stóð ekki iPod video. Þetta fer ekkert mikið í taugarnar á mér, bara smá. Ég veit ekki af hverju það gerir það, það gerir það bara. Og aftur, ég veit það ekki.
Getur allt sem Ipod getur, en bara svo miklu meir og er margfallt notendavænni en Ipod, þú þarft t.d ekkert að notast við Itunes eða svipuð forrit. Þú raðar bara audio og video skrám beint inná spilarann eins og um harðan disk væri að ræða og getur valið um að spila skrárnar beint úr folderunum eða gert playlist.
Ég persónulega segi creative enda sé ég ekki tilganginn í því að ganga um með spilara sem getur spilað video filea og er með pínu lítinn skjá. Þar að auki treysti ég creative betur en apple þar sem apple er meira cult dót og þaðe r víst frekar há bilunar tíðni á ipodum. Ekki nóg með það heldur er allt sér gert fyrir ipod og allt hjá apple þannig ef að eitthvað klikkar í ipodnum þínum hefuru lítið úrval af aukahlutum og þá er engin samkeppni um þessa hluti og apple getur þar að leiðandi keyrt verðið upp. Ég á Creative Nomad Zen Xtra sem bilaði hérna fyrir stuttu. Það sem ég gerði var að kaupa harðanndisk fyrir fartölvur og lét skipta um harðanndisk(gamli var ónýtur) og allt var komið í lag. Þetta er öruglega mun dýrara hjá Apple.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..