Þetta dæmi þitt gengur alls ekki upp. Í fyrsta lagi verðuru að spyrja þig að því hvort þessi 20.000 myndu kaupa þetta ef þeir þyrftu að borga þetta. Svo kannski dl 20.000 manns einhverju eintaki og líkar myndin, allir þessi 20.000 segja þremur vinum sínum frá að þeir hafi verið að horfa á þessa frábæru mynd , allir þessir þrír vinir kaupa myndina.. þarna ertu kominn með 60.000 manns sem kaupa. Svo líka dl 20.000 manns þessari mynd sem þeir eru alls ekki tilbúnir að borga fyrir en sjá svo hvað hún er góð, svo þegar kemur framhaldsmynd ertu kominn með 20.000 sem eru tilbúnir að sjá framhaldsmynd og þeir þeim mun líklegri til að borga sig inn á hana. Tali nú ekki um að þeir sjá hvað leikstjórinn/leikkona/leikarinn er að skila góðu hlutverki svo þeir ákveða að fylgjast með viðkomandi og borga sig inn á næstu mynd sem viðkomandi gerir. Þannig að þessar tölur eru óverulegar.