Ég er pirraður á leitinni hérna, ég er búinn að vera að leita að mynd sem er síðan í september held ég, jæja, ég fór í ítarlegu leitina, setti inn þann sem sendi myndina inn, tók það fram að þetta ætti að leita í myndatextum, setti inn áhugamálið sem myndin er á, 100 niðurstöður á síðu og síðan leita.
Jáá, fékk ég ekki upp bara öll komment sem viðkomandi hefur gefið á áhugamálinu? Þau eru nokkuð mörg… Þetta að leita í myndatextum virkar ekki, niðurstöður voru bæði greinasvör og korkainnlegg, og það gerði leitina erfiða.
Ég legg til að laga eigi myndaleitina, svo að það komi bara upp myndatextar í niðurstöðum ef maður velur það, og að það sé hægt að leita eftir dagsetningu.
——
Af hverju í fjáranum er ég að setja þetta hingað? Enginn með völd skoðar þetta…