Hér er tilraun:
Ég sem elska efnislega hluti, óska þeim sem eru líkir mér að þeir tætist í sundur … og hafi unun af refsingunni.
Ég sem elska efnislega hluti tileinka þeim sem eru mér líkir þá pyntingu (refsingu, tyft og písl eru samheiti) að afmá sjálfið (missa persónuleikan, verða ómannlegur?) og hunsa hluti sem þarf að sinna
… óska þeim sem eru mér líkir þann dóm að sjá aldrei það sem er þess vert (að sjá það, fallega hluti etc.) en stunda dýrkun hljóðsins (ég held s.s. að hér sé átt við að hann óski þeim að þeir sjái ekki þá efnislegu hluti sem þeir hafa unun af og neyðist til þess að hlusta frekar á (fögur) hljóð, í hugleiðsu búddista er heyrnin það skyn sem fær að njóta sín frekar en sjón (sem við notum hvað mest) og þess vegna er hægt að njóta t.d. hljóðsins af því þegar einhver slær á gong mikið betur, en hljóð er ekki efnislegt heldur er það orka (hreyfing)).
… gef mér líkum þau kjör að segja frá því sem hann er að segja frá, því hann er að fara úr höfn (hann er sem sagt að kveðja, líklegast myndlíking fyrir það að deyja).
*
Þetta er sem sagt lag manns sem hefur gert þau mistök að verða einhverfur og hugsa aðeins um veraldlegar eigur og hann er að óska þeim sem gera sömu mistök (bölva) að þau losni frá efnisheiminum á einn eða annan hátt. Ég held að þarna sé verið að vitna í andlegar aðferðir búddista og þesskonar heimspeki/trúarbragða (svipað til Berkeley) til að losna frá efnisheiminum (sem er á endanum ekkert annað tálsýn).
Veit ekki hvort þetta gagnast einhverjum, svona skil ég þetta allavega.