Hljóðið hafði alltaf virkað sem skildi þegar það gerðist fyrir nokkrum vikum að driverinn fyrir hljóðkortið (sigmatel c-major audio) hrundi eða eitthvað svoleiðis. Ég vissi ekkert af hverju en ég náði ekki að setja inn driverinn. Eftir margar tilraunir náði ég loksins að setja hann inn. Man bara alls ekki hvernig ég gerði það.
Nokkrum dögum seinna þá setti ég tölvuna á stand by. Þegar ég kveikti á henni aftur þá var hljóðkortsdriverinn aftur dottinn út af tölvunni. Ég reyndi og reyndi að setja drtiverinn upp en það kom alltaf þessi error: “Device object not present, restart the system and run setup again”.
Ég var búinn að reyna að installa drivernum í gegnum device manager en ekkert gekk.
Ég var búinn að vera á hljóðs og ég var búinn að restarta tölvunni a.m.k tuttugu sinnum. Einn morguninn þegar ég kveikti á tölvunni minni þá gerðist það bara allt í einu að hljóðkortsdriverinn installaðist sjálfkrafa og hljóðið var skyndilega komið í lag.
Áðan gerði ég þau mistök að láta tölvuna mína á stand by og hljóðið er dottið út aftur. Getur eitthver komið með ráðleggingu fyrir mig?
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.