Ég var að spá í hvort einhver snillingurinn hérna gæti sagt mér hvað mér er að yfirsjást.
Þannig er að hækka-lækka og mute takkarnir á tölvunni hjá mér eru bara allt í einu ekki að virka. Ég hef ekki breytt neinu sjálf, amk ekki svo ég viti til og ég get engan veginn látið mér detta í hug hvernig í ósköpunum maður ætti að geta “aftengt” þessa takka í stýrikerfinu. Get alveg hækkað og lækkað og allt það með að fara í Volume en það er að verða alveg vel pirrandi að geta ekki ítt á Mute bara með einum takka.
Einhver sem getur komið með tillögu að einhverju öðru en að draslið sé bara dautt?
Öll hjálp vel þegin :)