Ég er að reyna að muna hvað bíómynd sem ég sá fyrir svolitlu síðan heitir.
Hún fjallaði um gamla konu sem kemst að því eftir að maðurinn hennar deyr að hún er blönk.
Þá byrjar hún að rækta Canabis og einhver dealer segir að þetta sé besta Canabis sem hann hafi smakkað.
Einhverjar vinkonur gömlu konunar fara í gróður húsið þar sem hún ræktar grasið og sjóða það í te og byrja að haga sér skringilega.
Svo brennir konan allt grasið því löggan er á leiðinni en reyknum blæs á löggurnar og þær fara allar í vímu og byrja að hlaupa um naktar og velta sér í grasinu.
Í endanum er konan í blaðamanna viðtali vegna bókar sem hún hafði gefið út sem hét ‘Weed’ eða eithvað þannig og bókin fjallr um það sem hefur komið fyrir hana eftir að hún byrjaði að rækta Canabis.
Veit einhver um hvaða mynd ég er að tala?