Já alveg ótrúlegt hvað það er rótgróið í fólki ennþá að við notum bara 10% heilans þó það séu mörg ár síðan það var afsannað. Fyndna við svona er líka að ef fólk trúir þessu og heldur því fram er það alveg visst um að þetta sé satt þó því sé sagt annað.
Dæmi
Persóna 1: Vissuru að við notum bara 10% heilans.
Persóna 2: Nei þetta er bara eitthvað gamalt bull frá upphafi 20. aldar.
Persóna 1: Víst þetta er alveg satt.
Þó svo að persóna 2 geti bent á það hvaðan bullið er upprunið og þar með greinilega fróður um málið þá heldur persóna 1 áfram í smá stund að halda því fram án þess að hafa nein rök önnur en að hafa heyrt það einvhersstaðar. Fólk virðist vera gífurlega fast á því sem það trúir.
“Where is the Bathroom?” “What room?”