Að mínu mati er kostnaður eitt að vondum hlutum við kárahnjúka, þeir sem eru að byggja þetta vissu fyrir framm af lélegum berggrunn og vissu fyrir framm að kostnaður myndi fara framm yfir það sem þeir áætluðu, þeir voru bara svo staðfastir í að byggja þetta, það átti ekkert að koma í veg fyrir það svo þeir gerðu þetta án þess að spyrja að nokkru og án þess að sýna íslendingum raunverulega hagnað fyrir framtíðina.
í staðinn fyrir að hugsa um framtíðina þá ákveða þeir að hugsa um nú-ið og hugsa ekkert hvernig ástand þessar virkjunar verður, þetta land mun eyðileggjast undan vatninu og þessi virkjun mun ekki lifa eins lengi og þeir sögðu í upphafi.
þá erum við komin í umræðu um peninga, ættum við íslendingar að fórna landsvæði og peningum ef það skilar kannski ekki hagnaði ? og líka aðferðin sem þeir nota í þetta er rugl, fá lið og borga þeim skítalaun, ef maður vildi vera vel grófur þá myndi maður jafnvel kalla þetta þrælabúðir.
þetta er allavega dæmi, það er margt meira við þetta sem er nett heimskulegt.