Það er ekkert eitt “alvöru” próf.
Greindarvísitala er ekki eitthvað sem hægt er að mæla með mælitækjum og öll prófin eru hlutlæg og geta verið breytileg eftir því í hvaða heimshluta þú býrð.
Ég hef tekið heilan helvítis haug af svona prófum og þó ég hafi verið í topp prósentu í þeim öllum þá var munurinn á tölunni talsverður (lægst 128, hæst 179). Hámarksskor í svona prófum er misjafnt eftir prófi. Sum hafa 150 sem hámark, sum hafa 161 sem hámark (eins og t.d. það próf sem Stephen Hawking fór í og fékk 161), enn önnur hafa ekkert hámark.
Ég held ég geti fullyrt að flest þeirra sem til eru á netinu eru óáreiðanlegt rusl þó inn á milli getirðu hæglega fundið góð og gild próf.
Ef þú vilt taka góð og ‘stöðluð’ próf, þarftu að annað hvort að fara til sálfræðings sem þá lætur þig taka eitt af mörgum stöðluðum prófum eða þá hreinlega tekið próf á vegum Mensa. Þú þarft að fá hærra skor en 98% próftakenda til að hljóta inngöngu í Mensa, þar sem þeir vita að skor eru misjöfn eftir prófum (eins og þeir segja, 132 á einu prófi getur þýtt það sama og 148 á öðru - en ef þú segist vera í topp 2% þá er það alltaf gilt, sama hvert af stöðluðu prófunum þú tókst).
Þú getur fundið mensa á netinu hér
http://is.mensa.org/?lang=isog nánari upplýsingar um IQ hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/IQÉg er sáttur við að vita að ég er vel yfir meðaltali… en mér finnst það samt sorglegt að hugsa til þess að meirihluti mannkyns sé með lélegri greind en ég.