Ég hef verið með þessa hugmynd alveg síðan ég byrjaði hérna á www.hugi.is - Þá var nafnið mitt upptekið (semsagt nickið Birkir) en ég myndi gjarnan vilja hafa það, núna þarf ég að bæta við 2 stöfum úr eftirnafninu mínu =(
Ég hef oft tékkað á notendanafninu Birkir, og hann hefur ekki skráð sig inn í lengri tíma, 2-3 ár. Hvernig væri nú að taka aðeins til og að setja tilkynningu kannski á forsíðuna um að allir, eða flestir notendur sem ekki hafa verið virkir síðustu 1-3 árin (eitthvað langt tímabil) munu eyðast, eða allir munu eyðast en það er hægt að af-skrá það í stillingum í Egóinu
Skiljiði? Þá kannski er svona linkur í egóinu sem maður ýtir á og þá fer maður á lista sem að allir sem að eru á, sem hafa skráð sig, munu ekki “Eyðast” og þar af leiðandi spara mikið pláss, og gefa mér og öðrum valmöguleika á nýju og flottari / betri nafni.
–
Er þetta kannski alltof flókið að gera? Eða tekur alltof langann tíma? En mér finnst að það mætti byrja að hreinsa aðeins til í notendunum sem hafa verið óvirkir í 2+ ár..