Ég var að komast að því að ég er ömurlegur í ensku miðað við jafnaldra mína. Ég get hvorki talað né skrifað hana. Ég skil hana samt mjög vel. Hvað ætti ég að gera?
Lesa á ensku, kaupa nokkrar góðar DVD og hafa enskann texta undir, hjálpaði mér ROSALEGA mikið með skriftina, er kominn í ensku fyrir næsta bekk fyrir ofan :D
Lesa eins mikið og þú mögulega getur. Þótt það hjálpi þér ekki mikið við framburðinn þá færðu alveg ótrúlegan orðaforða. Ég eyddi mestöllu sumrinu í að lesa fullt af hlutum á ensku og hef ekkert lært í ensku á þessu ári. (Kennarinn er samt mjög góður). Og já, líka að horfa á myndir með enskum texta og svo geturðu sleppt textanum til að læra betur að heyra og skilja ensku.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..