Jæja, nú reynir á ykkur. Þannig er að á þriðjudagskvöldið síðasta var á dagskrá Ríkisútvarpsins síðasti hluti breskrar sjónvarpsseríu sem kallast Murphy's Law. Ég fylgdist ekkert með þessum þáttum og tilviljunin ein réð því að ég skipti yfir á RÚV akkúrat þegar það var verið að spila eitthvað djöfullega flott lag. Lagið var instrúmental, laust við söng fyrir þá sem ekki skilja það, og var spilað yfir atriði þar sem karakter að nafni Carl var að reyna að koma vilja sínum fram við útúrdrukkna undercover lögregludömu.
Nú spyr ég ykkur: Vitiði hvaða lag þetta var, og ef ekki, hvernig get ég þá komist að því?