Ég ákvað að splæsa í IcyBox hýsingu og nýjan harðan disk um daginn.
Þegar ég sting honum í samband (búinn að tengja allt vel og örugglega) tekur tölvan mín eftir því að hann hafi verði tengdur, og eftir smá stund segir að hún hafi sett upp driver fyrir hann (windows XP pro) og allt það, en þegar ég opna my computer sé ég hann ekki.
Ég held að málið sé það að ég sé bara með USB1 á meðan IcyBox er hannað fyrir USB2.
Ég hefði samt haldið að það ætti að virka, en á minni hraða.
Er einhver hérna sem hefur reynslu af þessu, eða dettur eitthvað sniðugt í hug?
Vitið þið um eitthvað sniðugt ‘fiff’ til að láta tölvuna halda að ég sé með usb2?
Ég er búinn að prófa að googla svolítið, en var ekki alveg viss hverju ég ætti að leita að :/
Takk fyrir :)