Ég náði mér í Vlc player (0,82) í dag því að upptökur sem ég tók í myndavélinni minni í sumar(U2 ofl:P) urðu allt í einu gráar þannig að ekkert sást en hljóðið var samt ennþá. Ég minnir að hafi getað spilað myndböndin í tölvunni minni(eða einhverri annari) fyrst þegar ég fékk tölvuna en svo varð allt grátt. Hljóðið heyrist samt ennþá þegar ég nota media player. Þegar ég fékk Vlc þá kom myndin aftur en nú er hljóði í rugli, það höktir og maður heyrir varla neitt samt höktir myndin ekkert.
Veit einhver hvað er að? Ég er buinn að prófa að nota real one player, winamp en samt er allt gratt ennþá.