Svo auðvitað þetta með pentagon og hvernig flugvél (Boeing 757?) ætti að komast fyrir þarna.. gatið á byggingunni var víst bara eitthvað í kringum 65fet þegar vænghaf Boeing 757 er 127fet eða eitthvað í kringum það. Það er auðvitað heldur ekkert brak þarna í kring.
Sá einhvern snilling koma með rök fyrir því á netinu um daginn að það væri ekkert samsæri, allt hefði gerst eins og okkur var sagt…semsagt, hann í rólegheitunum fór yfir allar þessar helstu samsæriskenningar og “afsannaði” þær.
Allavega, rökin sem hann kom með varðandi Pentagon voru þau að Boeing flugvél er sterkust í miðjunnu, þ.e.a.s. farþegarýmið sjálft er þvílíkt sterkbyggt en vængirnir og stélið “rétt hanga á.” Farþegarýmið sjálft, skrokkurinn á vélinni, hefði því búið til gatið og passar það við opinberar stærðartölur frá Boeing.
En, eins og þú bentir réttilega á, af hverju slitnuðu þá ekki vængirnir og stélið af við áreksturinn og hvar er brakið af þeim…? :)
Önnur rökin voru að rafstöð ein sem er rétt hjá Pentagon, virtist hafa skemmst í e.k. árekstri. Útiliggjandi hluti af henni hafði sumsé skemmst og snúist í 90° í áttina að Pentagon. Þarna átti annar hreyfillinn á flugvélinni að hafa klesst á þessa rafstöð og því færðist hún til í áttina AÐ Pentagon en ekki FRÁ, við sjálfan áreksturinn á Pentagon.
Aftur spyr maður sig, af hverju datt þá ekki hreyfillinn af og er ekki svolítið erfitt að halda flugvél á réttri stefnu eftir að hafa klesst á rafstöð…? :)
Ég skil samt ekkert í þessum Bandaríkjamönnum að sýna bara ekki þessi vídjó sem náðust á a.m.k. 3 stöðum af “flugvélinni” á leiðinni að Pentagon. Það myndi taka af allan vafa og þagga niður í þessu samsærisflóði…tjah, nema auðvitað að á þeim sé eitthvað sem þeir vilja ekki að almenningurinn fái að sjá…:)