Jæja.
Þannig er mál með vexti að ég var að kaupa mér nýja tölvu.
Ég notast mikið við iPod og þurfti þar af leiðandi að installa iTunes og flytja tónlistina mína yfir og flokka hana.
Þetta gekk vel og allt var í fínasta lagi þangað til daginn eftir gat ég ekki opnað iTunes, kom windows error.
(Send error report, Dont send) Sama hvað ég gerði þá kom þetta alltaf aftur.
Installaði iTunes aftur, reyndi að repaira það, prufaði aðra útgáfu, nýrri og eldri en alltaf kemur sama villan.
Einhver sem hefur lent i þessu eða hefur hugmynd um hvað þetta er má endilega deila því hér eða via huga skilaboð.