Ég hef keyrt frá Denver til New York, Indianapolis til Miami, New York til Tallahassee og til baka, New York til Miami, Miami til Daytona, Baltimore til Norfolk og einhverra fleiri fylkja/borga.
Þessi tollur hefur ekkert að gera með að fara á milli fylkja, þetta er innheimt á interstate þjóðvegum og svo vegum sem eru einfaldlega flokkaðir sem toll roads. Þetta getur verið greitt á milli fylkja og svo mörgum sinnum í sama fylkinu á sama veginum, það er mjög mismunandi hvað þetta er hátt. Það minnsta sem ég hef borgað er 25 cent og það mesta 40 dollarar.
Hins vegar ef ykkur liggur ekki mikið á þá er hægt að plana ferð þvert yfir Bandaríkin án þess að borga krónu í vegatoll, þá eru eknir sveitavegir og vegir sem ekki er mikið farið um. Þetta er oft mikið skemmtilegra því þið farið í gegnum svæði sem hinn venjulegi túristi fer ekki um, getið jafnvel séð alvöru redneck samfélög og fleira skemmtilegt á leiðinni sem aldrei sjást á interstate/major þjóðvegum.
Skipuleggið bara ferðina vel og kaupið eða leigið gott GPS tæki, það er hrikalega gaman að keyra um þetta land.
Sendu mér bara msg ef ég get hugsanlega aðstoðað þig eitthvað.
Kveðja
gixxe