Ég var aðeins að pæla, ég er að fara til Bandaríkjanna bráðlega og er sjálf að fara að versla fyrir ca. 100 þús kall. Svo komu tvær vinkonur mínar til mín um daginn og báðu mig um að kaupa 2x ipod nano úti, ekki í fríhöfninni, fyrir sig. Gæti þetta ollið einhverjum vandræðum fyrir mig? Ég fór fyrr á árinu til Bandaríkjanna og keypti mér sjálf ipod og ekkert mál en núna myndi ég kaupa 2 stykki og plús það ekki fyrir mig. Það sagði mér nefnilega stelpa að ef ég yrði tekin í tollinum með 2x ipod þá færu þeir í gegnum allt draslið mitt og ég myndi enda með því að borga toll af fötunum mínum þar sem ég er að fara að koma með aðeins meira inn í landið en ég má. Ég er ekki alveg að fíla það en veit ekki hverju ég á að trúa, þetta eru líka svo mikip happa glappa. Er bara ekki viss hvað ég að gera, finnst ekkert mál að kaupa þetta fyrir þær en verra mála að fara með þetta í gegn ef ég lendi í einhverjum vandræðum.
Hvað mynduð þið gera og hvaða gallar eru augljósir í stöðunni?