Ef að ríkisstjórnin bannar eitthvað þá á bara að fara eftir því
Já já. Þannig séð er ekkert rangt við þetta. Nema auðvitað bara siðferðislega. Því er mikilvægt að almenningur fræði sig og breyti þjóðfélaginu til hins betra í stað þess að halda fast í gamla siðferði. Fíkniefnabann er ekkert skárra en bann við áfengi, það var nú bann við áfengi sem hóf mafíustarfsemi í heiminum. Nútíma fíkniefnagengi eru ekkert annað en nútíma-mafíur. Hvað voru margir glæpir tengdir áfengi þegar það var bannað? Áfengi hefur sannað að það er betra að gefa fólki kost á skaðsemi eigins líkama en þeim vandræðapakka sem fylgir banni.
fleiri verði fyrir skaða af völdum fíkniefna sem eru bönnuð.
Sum eru verri en áfengi. Sum eru skárri. E-pilur, kannabis, sveppir og amfetamín eru öll að drepa færra fólk en áfengi hlutfallslega. Þegar kemur að fíkn er áfengi líka meira ávanabindandi en allavega helmingur ólöglegra fíkniefna, jafnvel 2/3. Kannabis er t.d. svipað ávanabindandi og koffín.
Annars ef það er ekki þannig þá mátt þú alveg upplýsa mig afhverju fíkniefna notendur eru að nota fíkniefni.
Vegna andlegra vandamála, af því þau kjósa að njóta vímunar eða vegna umhverfis. Ásamt því auðvitað að þau séu líkamlega ávanabindandi. En það er nú margt sem er ávanabindandi og löglegt í dag, vegna menningarlegra ástæðna. Að stjórnvöld leiki slíkt foreldrahlutverk fyrir fullorðna einstaklinga getur engan vegin verið siðferðislega rétt.
en ég veit ekki um neitt annað til að útrýma þessum efnum
Það á ekki að útrýma þeim, af því það er brot á frelsi einstaklingsins og einnig mun það einfaldlega aldrei verða að raunveruleika. Það á að leyfa þeim sem vilja nota þau að gera það í friði. Alveg eins og þeim sem vilja neyta áfengis eða reykja sígarettur. Stjórnvöld eiga ekkert með að neyða þjóðina í heilsukúr.
Forvarnarstarfsemi er alltaf af hinu góða samt. Sem yrði en þá sterkari eftir lögleiðingu. Ef maður myndi kaupa fíkniefni löglega þá væri hægt að láta upplýsingamiða fylgja með. Um rétta notkun, hversu ávanabindandi þau eru, hvernig víman er, hvaða efni eru í dópinu… svo yrði efnasamsetningin auðvitað alltaf rétt. Dauðsföll myndu hrapa niður. Munurinn yrði eins og munurinn er í dag á landa og löglegum vodka, efnin eru einfaldlega miklu hættulegri þegar einstaklingar eða hópar af götunni eru að framleiða þau með ólöglegum hætti.
T.d. með E-pillur. Talið er að meirihluti þeirra sem deyja vegna þeirra hafi annað hvort tekið inn pillu með röngum efnum (t.d. blandað rottueitri við hana til að spara peninga/efni) eða að notkunin hafi verið vitlaus.