Ok ég er að leita að hljómsveit. Ég man bara eftir myndbandinu og hvernig lagið hljómar, en ekki neinum texta.

Myndbandið er tekið í einhvernvegin stop-motion þar sem söngvarinn er að syngja og svo færist hann afturábak út um allt og í endanum er hann kominn niðrí sjó. Það er eins og það séu teknar helling af myndum og hann hreyfir sig pínulítið afturábak í einu og myndirnar eru svo settar hratt saman eins og þær hreyfast.

Svo sá ég annað myndband með hljómsveitinni, þá er allt rautt og fólk að spila á fiðlu í laginu.
Söngvarinn er með svona meðalsítt svart hár og smá skegg.