Já, stórfurðulegt, en hvað um það. Ég er með svona AEG FAVORIT vél, á henni eru tveir takkar sem er hægt að snúa endalaust en ekkert gerist. Hvernig í hoppandi ræsir maður svona græju?
Takk fyrir að hunsa megin inntak korksins, vér stöndum í þakkar skuld við alla þá sem gefa af dýrmætum tíma þeirra til að leiðrétta málfræðivillur annarra. Ekki það að uppvöskunarvél er orðið sem ég nota yfir vélar sem sjá um uppvaskið.
Orðin uppvask og uppþvottur eru samheiti, svo ég sé ekkert að því að nota þetta orð.
Á fyrsta: A Vorspülen B C Reinigen Spülen Klarspülen Tracken
Á hinum hnappnum: O (bara venjulegur hringur, gæti verið tákn fyrir órofin straum, öfugt við það sem er á fjarstýringum eða þá fyrir engan straum eins og á eldavél) Normal Bio 50° Spar Bio 50° Normal 65° Vorspülen Extra
Reinigen og Spar Bio 50° ætti að vera nóg til að koma apparatinu í gang… Er hún ekki örugglega alveg lokuð? Sumum uppþvotta/vöskunarvélum er erfitt að loka, þarf að þrýsta vel á hurðina…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..