En svo hafa dagarnir liðið og ekki hefur þessi hreinsiefnalykt ennþá horfið úr bílnum! Fjandans fnykurinn situr fastur í áklæðunum og angar allur bíllinn. Í miklum hita magnast lyktin upp og þegar setið er lengi í bílnum fær maður hreint út sagt hausverk af lyktinni. Ég hef fengið slæm komment á þennan óþef og þætti vænt um að losna við hann.
Vill bara benda ykkur á þetta og ég vona að þið gerið ekki sömu mistök og ég, argasta vesen.
Nú spyr ég ykkur: Hvernig get ég losnað við lyktina, ég hef reynt að lofta allsvakalega og keyra með opna glugga? Gerði ég eitthvað rangt þegar ég notaði hreinsiefnið sem varð til þess að þetta festist svona?
“we are brothers