fyrst var kaos og samkvæmt átti kaos að hafa gefið af sér heilan massa sem varð jörð sem uppúr reis stjörnusettur og skýjaður himinn
móðir jörð og faðir himinn gáfu af sér gaea (gaia) og úranus gáfu af sér títanina og fleirri furðuverk einsog kýklópana og skrímsli með fimmtíu hausa til að nefna aðeisn nokkur
svo gat úranus þessi börn sín með jörðinni og neyddi þau til að lifa inní jörð enn það olli henni miklum sársauka og kvölum þannig að áður enn að úranus kom að elskast með jörð gaf jörð yngsta afkvæmi sínu sigð úr nýjum málmi og afkvæmið(kronos) réðst á úranus þegar hann kom til að maka sig með jörðinni sem hann gerði með því að umlykja hana og skar af honum kynfærin sem urðu eftir það að risum og úr blóðfroðunni sem kom reis afródíta upp
svo sængaði kronos með systur sinni rheu og eignaðuðust þau seif, hades, demetru,hestiu, heru og póseideon.
þarsem kronos vissi að örlög hans myndu endurspegla örlög föður hans gleypti hann öll börnin við fæðingu.
þegar rhea var að fæða seinasta barn sitt seif fór hún til úranusar og jarðar og fékk ráð hjá þeim, hún galdraði seif burt og lét kronos gleypa grjót og seifur óx upp og dafnaði örrugur frá föður sínum.
þegar seifur snéri til baka var kronos gabbaður til að kasta hinum börnunum upp í öfugri röð miðavið hvernig þau höfðu farið niður
svo tók við áratuga langt stríð sem goðin háðu frá ólympusfjalli með hjálp þriggja bræðra kronosar sem úranus hafði fangelsað, þeir höfðu allir 100 handleggi og 50 höfuð man ekki alveg nöfnin á þeim í andatakinu
ólympíubúar unnu svo og títanirnir voru fangelsaðir í tartarus og seifur var gerður að kóngi og einhvertímann á þessu tímabili fær hann frá kýklópunum þrumu og eldingu
sumir títanir einsog t.d. atlas og kvenntítanir fóru ekki til tartarus í fangelsi og það er til seinnitímagoðsögn sem segir að kronos hafi fengið að ríkja yfir þeim sölum er sálir hetjna( ? ) fóru eftir að þær höfðu dáið
svo er alveg hellingur um það aukalega hvernig maðurinn varð til
það gerðist í fimm stigum fyrst gull þarsem maðurinn átti að hafa verið skapaður af kronos eða á vegum hans svo silfur sem voru skapaðir að ráði seifs og voru undir stjórn hans og skapaði hann þá t.d. árstíðirnar enn eyddi mönnum vegna þess að þeir virtu ekki guði sína svo koma bronsmenn sem voru herskáir og byggðu heimili sín og stríðstól úr bronsi og dóu í flóði svo tóku við hetjumenn eða menn á hetjuöld sem voru sterkir og voru hálfguðir og létust í stríðum eða fóru til eyju hinna blessuðu.
svo kom fimmta skeiðið og er það skeið sem við ættum að vera af samkvæmt grískri goðatrú þá skapaði prómóþeifur manninn fyrir seif og gaf honum t.d. eldinn og seifur sendi manninum konuna og öskju með henni :)
bara svona smá punktar
annars er hér virkilega góð síða sem ég googlaði afþví að ég gafst upp á að skrifa þegar ég ætlaði að fara að taka allt saman setja í samhengi og bæta við
http://www.timelessmyths.com/classical/creation.html#Beginning