þótt hnífsblaðið sé 10 cm gæti hnífurinn ekki samt verið ólöglegur því hann er það skrýtinn í laginu eða einhvað..?
Toyota Corolla XLi MY96 (Gullmoli) ::project::
30. gr. Vopnaburður á almannafæri er bannaður. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara.
Bannað er að flytja til landsins, framleiða, eignast eða hafa í vörslum sínum:
a. bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm, enda sé það ekki ætlað til notkunar við heimilishald eða atvinnu,
b. fjaðrahníf, fjaðrarýting, fallhníf, fallrýting, stunguvopn eða önnur slík vopn,
c. höggvopn, svo sem hnúajárn, gaddakylfu, felukylfu, kylfu sem ekki er ætluð til íþróttaiðkunar eða önnur slík vopn, svo og rafmagnsvopn,
d. sverð, sem eru sambland högg- og bitvopna,
e. kaststjörnu, kasthníf eða önnur slík vopn,
f. lásboga, langboga, slöngubyssu eða önnur slík vopn, svo og örvarodda. Þetta tekur þó ekki til boga sem ætlaðir eru til æfinga eða keppni í bogfimi.