Þau eru talsvert betri.
Venjulegt ‘stainless steel’ í hnífum er á bilinu 6 - 12 prómíll kolefni, en þarna er low carbon (5 prómíll) og high carbon (15-22 prómíll) stál sett saman, þó án þess að það blandist saman.
Það sem fæst er mjög hart stál sem er þó ekki stökkt.
Harkan er oft á tíðum á bilinu 62-64 HRC á meðan góður hnífur er tæp 60.
Hnífur úr góðu damascus stáli getur rispað gler og klippt í sundur lítinn nagla án alvarlegra ‘dents’ í blaðinu.
Mér finnst þetta alveg hreint æðislegt og mig dauðlangar í svona hníf/sverð.
Helvítis vopnalögin á Íslandi banna manni að eiga/flytja inn/búa til hníf með blaði stærra en 12 cm, nema um sé að ræða atvinnuverkfæri eða eldhúsáhald.
Að vísu eru frekar loðnar undantekningar þegar um safngrip er að ræða.
Ég er ekki frá því að allir hnífar með damascus blaði sé safngripir :P