ekkert, ferðavélar hitna MIKIÐ meira en borðtölvur, getur samt keypt þér kælibakka sem að virkar víst bara fínt, en það er mjög eðlilegt að þú brennir þig þegar þú kemur við botninn á tölvunni ef að þú ert búinn að vera i erfiðri vinnslu eða búið að vera kveikt á tölvunni lengi
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
Ég lenti í því að eyðileggja móðurborðið, því tölvan ofhitnaði. Ég lét hana alltaf liggja ofaná sænginni minni, þannig að það komst ekkert loft að viftunni. Kostaði mig bara 40.000kall
passaðu bara að það sé nóg pláss hjá viftunni svo að kalt loft komist inn. semsagt ekki láta hana liggja á sæng eða teppi og ágætt er að setja t.d. geisladiskahulstur undir hana að aftanverðu (svo hún lyftist smá þar upp) og þá ætti hún ekki að vera svona ótrúlega heit, ef hún heldur áfram að vera heit þá skaltu tala við fyrirtækið sem þú keyptir vélina hjá.
ég held þú sért bara með gallaða tölvu. Vinur minn á tölvu sem er alltaf að slökkva á sér vegna ofhitnunar. Ég er með apple powerbook svarta og hún er köld eins og ískápur og líka undir.
Hefði kannski átt að taka það fram að ég tók eftir þessum hita þegar það var búið að vera kveikt á henni í 14klst. Og búinn að vera í þungri notkun allan þennan tíma. :)
Hún er ég búinn að hafa kveikt á henni í 8klst og það er 41°C á örgjafanum.
Ok. Þetta er eðal-vel og það er tvennt sem þú getur gert:
IBM er þrusugott og vandað merki. Ef vélin sjálf er ekki að kvarta (þ.e. IBM eftirlitshugbúnaðurinn) þá skaltu ekki hafa áhyggjur.
En ég veit fyrir víst að fyrir nokkru gat það gerst að ef var ákveðið ósaræmi í BIOS hugbúnaði og Firmware uppfærslu þá gat sú staða komið upp að viftan var ekki að starfa rétt. Farðu á ibm.com og láttu sjálfvirka hugbúnaðinn þar athuga með útgáfur af hugbúnaði og uppfærðu eftir þörfum. PASSAÐU ÞIG SAMT! Ekki gera neitt sem þú ert ekki öruggur með.
Ef vélin ofhitnar þá skaltu fara með hana á verkstæði Nýherja. Þetta ætti að vera ábyrgðarviðgerð.
Gefðu þér tíma til að læra á IBM hugbúnaðinn (Accsess Conections, Battery Maximizer…).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..