Vær ekki einfaldara bara að læsa korkum í staðinn fyrir að eyða því og svo senda höfund korksins athugasemdir áður en tekinn er ákvörðun um að eyða því. Ég meina væri ekki sniðugra að hafa samráð við höfund korksins áður en svona gerist aftur en ég mér finnst svona ekkert sniðugt og er vond framkoma við gesti huga.is.
Stjórnendur eiga að gefa manni kost áður en svona ákvarðanir eru teknar annað er bara frekja og ókurteisi gagnvart höfundum korkana.
Í öllum öðrum spjallsvæðum sem ég heimsæki í er alltaf látið mann vita áður en svona ákvarðanir eru teknar.
Ég ítreka enn og aftur að Hugi.is þarf að semja reglur og byrta það almenningi hvað má og ekki má skrifa inná korkana svo að maður verði meira meðvitaður hvað má skrifa hér.
Ég er sjálfur admin á öðru spjallsvæði og ég myndi sjálfur ekki haga mér svona við gesti þó að það komi með eitthvað innantómt bull. Ég myndi fyrst gefa þeim kosti að stroka grein sem mér líkar ekki við áður en ég tek ákvörðun um að henda því. Og þegar ég sé að fólk fer ekki eftir settum reglum þá veit fólk að það á von að korkur sem það fór ekki eftir reglum verði strokað út.
Hér vantar reglur hvað má og ekki má skrifa um.
En síðast þegar ég gáði í þennan kork sá ég ekkert neitt athugavert við hann. Ég var einfaldlega að spurja fólkið hér hvernig ég get haft samband við stjórnendur folk.is að því ég þurfi nauðsynlega að tala við það útaf óprúttnum náunga sem er að fjölasenda til mín meyðirðingum í mína gestabók.
En ég er búinn að ná samband við þá í Visi.is sem stjórna fólk.is þannig að ef þið lendið í vandræðum með fólk.is síðurnar ykkar þá vinsamlegast hafið samband við það.
Var eitthvað hér sem ég sagði aftur vitlaust?