Sælt veri fólkið.
Lagði leið mína í Tölvulistann í dag og keypti þar 512 mb Corsair minni (þetta sem er á tilboði núna á 4.990). Ætlaði ég að auka minnið í tölvuni upp í 1024. Fyrir er ég með Kingston 2x 256 Dual. Móðurborðið er MIS K7N2 Delta DDR400.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég kaupi nýtt minni og set í tölvu svo byrjendavandamál er ólíklegt.
Það sem gerðist eftir að ég tróð minninu í einu lausu raufina sem var rauf tvö af þremur (raufir 1 og 3 uppteknar vegna dual minnisins). Jæja ég ræsi tölvuna og leggur ekki þessa svakalegu brunalykt frá tölvunni og það gerist ekkert. Tölvan bootar ekki svo ég slökkti á henni. Opna kassann og frá minnisraufunum leggur þessa sterku plastbráðnunar-lykt. Ég tek minnið úr og sé að eitt af þessu gylta (veit ekkert hvað það heitir) er brunnið svart og það virðist sem raufin sé bráðin eða skemmd á sama stað á móðurborðinu.
Spurningin er því þessi:
Hver er orsökin fyrir því að þetta brann og hver er staða mín gagnvart því að fá nýtt minni í stað þess brunna?
Einnig þá virðst sem raufin sé ónýt eftir við fyrstu skoðun eða mér finnst ekki á það hættandi að gera fleirri prófanir að óathugðu máli.
Mér þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum. Ég er frekar svekktur þessa stundina.
E.s. ef allt fer á versta veg þá verð ég líklegast að leggja gamla minninu og versla mér 2x 512 dual.