ÞEtta er mitt álit og reyndar álit margra annarra að myndirnar séu sorp. Allir mega hafa sína skoðun. Ég get þolað myndirnar en það hefði verið hægt að gera þetta svo 1000X betur með því að láta Aðdáenda gera myndirnar. LOTR varð gerð af aðdáenda, sem virti persónurnar, höfundinn og bækurnar sem eina heild. Það hefur ekki verið gert við Harry Potter myndirnar og maður sér það.
Mundir þú segja að svartklædd vera að sjúga blóð úr einhyrningi, dagbók sem talar til manns og lætur mann gera ýmsa hluti, varúlfar, dauði, bardagar og enn meiri dauði persóna sem manni þykir vænt um í gegnum bækurnar, sé efni í barna bók? Astrid lindgren gerði barnabækur fyrir aldurshópinn 3-13 ára. Þær voru myndaðar og þá voru þær ennþá barnamyndir fyrir 3-13 ára.
Þetta eru ævintýri, þetta eru hrollvekjur. Þetta er ekki fyrir yngstu kynslóðina, hvorki fyrsta bókin né sú sjötta. Fyrstu þrjár bækurnar halda sér þokkalega á mottunni en þegar það er komið út í fjórðu bókina, (ekki lesa yfir nema þú sér búinn með fjórðu, fimmtu, segi ekkert um sjöttu) þá deyr Cedric Diggory. Er það eitthvað fyrir yngri börnin? Peter petigrew sker af sér handlegginn, Lord Voldemort grefur bein föður síns upp úr jörðinni, sker sár á Harry. Er þetta fyrir yngri kynslóðina? Nei… enda er myndin flokkuð sem PG-13.
Það á ekki að láta krakka fá þessar bækur í hendurnar fyrr en þau geta sjálf einbeitt sér við lesturinn. Þá hafa þau fyrst nægan þroska til að skilja þetta.