Ég veit að þetta á heima á græju áhugamálinu en það er algjörlega dautt og ég fengi líklega ekkert svar þar.
Ég keypti mér nýverið góðan magnara (str da5000es) og góða hátalara (Athena AS F2) en alltaf þegar ég hækka vel í þessu þá heyrist suð úr öllum hátölurum, líka þessum aftari sem eru önnur tegund svo ég efast um að það séu þeir. Þetta er sérstaklega pirrandi í hljóðlátum köflum á lögum eða bíómyndum. Er þetta eðlilegt eða er eitthvað sem ég get til að draga úr þessu) Ég er sko líka með góða kapla og hátalarasnúrur þannig að ég efast um að þetta sé það.