Ertu að grínast Haukzi, ekki vera segja eithvað sem þú veist greinilega ekkert hvað er. Podcast er eithvað svo Íslenskir útvarpsmiðlar ættu að taka sér, og bandarískir og evrópskir útvarpsmiðlar hafa verið að taka sér upp.
Málið snýst um það að útvarpsþættir eru teknir upp og settir á netið, hver sem er getur gert útvarpsþætti þannig maður er bæði með indie þætti og svo commerical þætti, í þessu eru oft auglýsingar nú til dags eftir að Apple gerði Podcasting vinsælt með iTunes. Útvarpsþættinir eru svo listaðir með svo kölluð RSS feedum sem fólk gerir svo áskrifendur með tilteknu forriti aðallega iTunes í dag, iTunes sér svo um að niðurhala nýjustu Podcöstunum fyrir þig.
Þetta er rosalega sniðug hugmynd, þar sem maður getur hlustað á útvarpsþáttinn sinn hvenær sem er, maður er ekki bundin við neina dagskrá. Nú er bara að vona að Íslenskir útvarpsmiðlar brjótist frjálsir frá Microsoft og byrji að dreifa þáttum sínum í annað hvort MP3 eða AAC formati ( helst AAC formati þar sem að þá yrði bookmarking mögulegt sem er bara töff )
Frekari uppl, eins og allt:
http://en.wikipedia.org/wiki/Podcast