Fólk hérna á huga hefur verið að koma með hugmyndir að nýjum áhugamálum sem aðrir virðast styðja, en stóra spurningin er, ef eitthvað verður af þessum uppástungum, verða þessi nýju áhugamál þá eitthvað virk?
Ég er með lausnina:
Eitt nýtt áhugamál verður opnað, sem er svona prófunarsvæði fyrir ýmis ný áhugamál. Þegar einhver kemur með hugmynd að áhugamáli er settur inn nýr korkur á prófunaráhugamálið, og þá getur vefstjóri séð hvort áhugamálið myndi standa undir sér, þ.e.a.s. vera nógu og virkt.
Ef korkurinn myndi verða vinsæll yrði búið til áhugamál eftir honum og honum eytt útaf prófunaráhugamálinu til að rýma fyrir nýjum áhugamálahugmyndum.
En hinsvegar yrði korkinum eytt út eftir ákveðinn tíma, segjum kannski 1 og hálfan, tvo mánuði ef hann yrði eigi virkur, og hugmyndin að því áhugamáli hent út með skömm!
Svo væri náttúrulega hægt að senda inn greinar og myndir þangað, sem þyrfti þá að merkja sérstaklega hvaða hugmynd það tilheyrði.
Gerum huga betri með því að fá inn þau áhugamál sem virka og við viljum en eigi þau sem eru dauðadæmd!
:Ð