Elsku Karat mín ég var alls ekki að reyna að móðga neinn. Ég vildi bara benda á þetta hvað margir stjórnendur sinna sumum áhugamálum frekar illa. Eflaust ert þú ein af undantekningum hvað varðar þetta mál. Ég veit reyndar ekki hversu margir stjórnendur eru hér á huga. Ég hef bara einu sinni komið á Eurovision og skrifað eina grein þar sem var samþykkt daginn eftir en ég hef aldrei heimsótt hin áhugamálin sem þú nefndir.
Hinsvegar á þeim stöðum sem ég hef komið á þar er áhugaleysið mest hjá stjórnendum. Það vantar t.d stjórnenda á blogginu og þar sem ég er konungurinn þar fyrir að blogga mest þar þá hlýt ég að eiga skilið að vera stjórnandi þar en bloggið er helsta áhugamálið mitt á huga.is. Ég reyndar sendi vefstjóranum umsókn mína um að gerast stjórnandi bloggsins en það er að koma mánuður síðan og ekkert svar ennþá komið.
Svo eru margar greinar sem ég hef skrifað lengi að afgreiðast. Þess vegna skammaði ég stjórnendurnar. Auðvitað átti þetta ekki við þig Karat en ég hef ekki hugmynd hverjir stjórnendurnir eru skilurðu?!