Hér í Los Angeles eru seldar pizzur og pylsur í bíó.
Ekkert ‘sveitt’ andrúmsloft.
Lyktin er allavega töluvert skárri en þegar það er bara popp, því þá fer fólk að prumpa svo mikið í seinni helming myndarinnar… (þegar fólk borðar fullan poka af lofti, þá er eðlilegt að það prumpi)
Hérna eru seldar 6“ og 9” pizzur, ýmist ostapizzur eða með pepperoni.
Annars er svo margt annað sem þyrfti að bæta í íslenskri bíómenningu fyrst áður en farið er að bjóða upp á meiri mat, eins og t.d. að hætta með þessi helvítis hlé sem brjóta upp myndina sem ég var að borga fyrir að sjá. Ef ég vil pásu á myndina, þá horfi ég á DVD. Ég fer í bíó til að sjá hana í einni lotu.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.