Hún lítur alveg ágætlega út, ég mun samt alltaf vera tregur til að treysta einhverju sem heitir Compaq, þó svo það sé orðið HP. Þetta er eiginlega orðin fóbía hjá mér. Þessi vél er samt þyngri en mín vél, þó svo að mín sé frá 1999.
500mhz, 256mb ram og 12,2" skjár er alveg nóg fyrir allt sem ég geri á ferðatölvu. Ekki margar gerðir af vélum sem endast svona lengi heldur, 6 ár er ágætis líftími fyrir ferðavél.
Ég er orðinn svo mikill IBM maður eftir að eiga þessa vél, held það verði frekar erfitt að breyta þeirri skoðun minni. Eins og staðan er í dag myndi ég ekki fjárfesta í ferðavél sem heitir eitthvað annað en IBM Thinkpad eða Dell, enda erfitt að finna meira merkjasnobb en hjá mér.