Í notendaupplýsingunum stendur:
[nick] hefur áhuga á: ….
svo koma nöfnin á áhugamálunum í nefnifalli. Mér finnst a.m.k. svolítið asnalegt að lesa:
Spalinn hefur áhuga á: Kvikmyndagerð, Kvikmyndir, Körfubolti
o.s.frv.
Mín tillaga: Að okkar háæruverðugi vefstjóri breyti "[nick] hefur áhuga á:“ í ”Áhugamál notandans eru:“, því að ef nickið væri sett þar sem ”notandans" er þyrfti stundum að fallbeygja nickið og það mundi ekki ganga.
En…þetta er bara hugmynd.