Hefðir kannski gott af því að lesa þetta:
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=113 Einnig halda margir, og hafa þá visku sennilega úr bíómyndum, að dáleiðsla sé sérstök þjóðbraut að ofurminni þar sem allar athafnir fólks frá frumbernsku og jafnvel meintum fyrri lífum séu dyggilega skráðar. Svo er ekki, dáleiðsla getur hjálpað fólki að einbeita sér að tilfinningaviðbrögðum og fólk getur rifjað upp eitt og annað í dáleiðslu, en rannsóknir benda ekki til þess að það minni sé betra eða síður brigðult en venjulegt hversdagsminni.