Jú, eiginlega samt.
Að vísu mun aldursmunurinn aldrei breytast. Engu að síður mun oliverjuice einn daginn ná þér stærðfræðilega. Fræðilega séð hlýtur það að gerast.
Sjáðu til: Segjum að þú sért 18 ára og að aldursmunurinn sé þá þrjú ár. Þá mun það aldrei breytast. Á hinn bóginn mun þessi aldursmunur sem núna skiptir svo miklu máli með tímanum hverfa. Hvernig? Jú, þegar oliverjuice verður þrjátíu ára þá verður þú þrjátíuogþriggja. Það liggur í augum uppi að þriggja ára aldursmunurinn skiptir þá minna máli en hann gerir í dag, enda munu þessi þrjú ár hlutfallslega vera miklu minni hluti af lífi ykkar þá en í dag. Þegar þið verðið hundrað og hundraðogþriggja ára þá mun það skipta enn minna máli, því þessi þrjú ár verða ekki nema 3% af ævi ykkar miðað við að þau eru u.þ.b. 20% í dag.
Að sama skapi mun þessi munur vera búin að minnka í 0,3% þegar þið nálgist þúsund ára aldurinn. Hann verður hverfandi en samt marktækur. Mun hann einhverntíman ná þér þá? Já, því við sjáum að þegar aldur ykkar stefnir í eilífðina er markgildið á aldursmuninum núll. Hann mun því ná þér, þótt það taki hann alla eilífðina.
(Í þessum útreikninum er gert ráð fyrir að menn lifi að eilífu, eða a.m.k. orðstýr manna lifi að eilífum (þ.e. ef þeir sér góðann hafa getið)).