Þú þarft VirtualDubMod (vdub hér eftir) og AviSynth (avs hér eftir).
Quicktime Pro getur þetta líka (að takmörkuðu leiti), en það er ekki ókeypis nema ólöglega.
En, við viljum gera þetta löglega og ókeypis…
Náðu þér í AviSynth 2.5 og settu upp.
Náðu þér í VirtualDubMod og extractaðu .zip skjalið.
Opnaðu vdub.
Ýttu á CTRL+E og þá kemur upp texta editor.
Settu þetta inn:
DirectShowSource(“C:\mappa\skjal.mp4”, 25)
Ath. að 25 þarna, er fps í mp4 skjalinu (avisynth finnur það ekki sjálfkrafa úr mp4 skjölum og því þarf að taka það fram þarna). Ef fps er 29.97 þá seturðu 29.97… osfrv.
Farðu í File og veldu Save & Open as AVI.
Geymdu skjalið með endingunni .avs (þar sem þetta er jú avs skjal).
Í vdub ættirðu núna að sjá mp4 skjalið opnað.
Þá bara ferðu í audio, velur streams og hægri smellir á það audiotrack sem er sýnt, til að velja þjöppunina.
Farðu svo í video, veldu compression og finndu þér codec (t.d. xvid).
Ef þú lendir í vandræðum, þá eru allar upplýsingar um bæði forritin á doom9.org, og svo á viðkomandi síðum, virtualdubmod.sourceforge.net og avisynth.org (þú getur líka sótt þau þaðan).
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.