Ég er sammála því, það stórvantar þessi áhugamál. Mun sniðugra að hafa 3-4 áhugamál, því ef þetta er í einu þá verður of mikið um rifrildi og leiðindi. Ef það eru áhugamál eins og t.d Nintendo (eða “GameCube”), PS2 eða hvaða leikjatölva sem er, þá eru mun minni líkur á því að fólk sé með skítkast út í hina fyrir að vera t.d Nintendo loyals eða Sega loyals.
Ég legg til að það verði sett upp áhugamál eftir nöfnum á leikjatölvum (t.d Nintendo eða GameCube) því það eru áhugamál hérna um allt mögulegt, en EKKI leikjatölvur, sem eru orðnar hluti af daglegu lífi margra hér á klakanum (sem erlendis).
Inni á þessum áhugamálum getur fólk skrifað greinar um væntanlega leiki, útkomna leiki, retro-leiki (gamlir leikir), boðað til móts í t.d Gran Turismo 3 þegar hann kemur og svo framvegis. Svona áhugamál bjóða upp á mjög mikið. Svipað og fólkið á Unreal er örugglega að koma upp deathmatches sín á milli. Svo að af hverju ekki leikjatölvur?
Talandi um “deathmatches milli fólks á netinu” þá vil ég benda á að SEGA Dreamcast er með innbyggt módem, Playstation 2 mun bjóða upp á þann möguleika (módem) í framtíðinni og Nintendo GameCube mun einnig bjóða upp á módem og breiðbandstengingu. Miðað við fjólda fólks hér á klakanum sem spilar og á Dreamcast og PS2 og seinna meir GameCube og Xbox, þá er rökrétt að setja upp leikjaþjóna fyrir þessar tölvur hér á landi. Ég sjálfur á Dreamcast, og mig dauðlangar að spila Quake 3 Arena við einhvern á netinu. Það er spurning um að áhugasamir hvetji Landssímann til að setja upp svona servera.
Eftirfarandi áhugamál væru óskandi: Nintendo (GameCube), Sony (PlayStation), SEGA (Dreamcast) og Microsoft (Xbox). Þá getur hver og einn sem hefur áhuga á hvaða tölvu sem er farið á það áhugamál án þess að lenda í pirringi við aðra sem ekki eru á sömu línu. Til þess eru jú áhugamálin hér. EKKI hafa þetta í einu áhugamáli (þ.e Leikjatölvur).
Ég vonast til að vefstjórar komi þessu í gagnið sem fyrst, það óska margir eftir þessu!
Takk fyrir
Þetta er undirskrift