Já starfsmaðurinn hefði átt að benda þér á einhvern sem gæti hjálpað þér.
Ótrúlegt samt hvað fólk gerir oft miklar kröfur til starfsfólks i svona búðum. Ég er búinn að vinna í 10-11 í heilt ár svo ef fólk segist vera að leita að einhverju þá veit ég allaveganna í hvaða hillu ég á að leita þó ég viti ekki nákvæma staðsetningu hvers einasta hluts í búðinni.
Fólk virðist halda það að þar sem ég vinn í búðinni þá eigi ég að vita ALLT um ALLT. Til dæmis hvað ALLT kostar: kílóið af Avocado, vanilludropar, krukka af Mango tjöttney, protein ávaxtastöng.. osfrv. Fólk kallar á mig þegar ég stend kannski á kassanum og spyr mig um verðið á einhverri baunadós, fólk spyr mig hvaðan mandarínurnar koma, hvernig vörurnar bragðast/virka eða jafnvel hvernig og úr hverju vörurnar eru framleiddar. Á ég að vita þetta allt saman? Ég á helst líka að vita hvað er til í öllum hinum 10-11 búðunum. Ég get athugað verðið á kassanum og lesið innihaldslýsingarna á vörunni en ég fer ekkki að leggja allt draslið á minnið.
Dónaskapur viðskiptavinanna lendir oftast á þeim sem bera enga ábyrgð, ss kassafólkinu. Ef vara er td. inni í búð, merkt 199kr en svo segir skannin á kassanum 209kr þá er það ekki kassagreyinu að kenna, fólk tekur því oft þannig að þá sé kassafólkið að reyna að svindla á sér, eins og það sé eitthvað inni í þessu öllu saman. Sama ef maður gefur óvart vitlaust til baka þá er það ansi stór hluti fólks sem heldur því fram að maður geri það viljandi, eins og kassafólk myndi nenna að standa í slíku, það er ekki eins og það græði nokkuð á því. Þetta er sennilega sama fólkið og það sem æddi upp á bensínstöðvar landsins eftir olíuhneykslið og lét starfsfólkið þar “heyra það”, eins og afgreiðslufólkið þar hafi átt einhvern hlut í máli.
Kassafólk ræður jafn miklu um það hvað stór pakki af Cheeriosi kostar og afgreiðslufólk á McDonalds ræður yfir verðinu á BigMac.
Yfirleitt eru þessir kvartarar bara að fá einhverja útrás fyrir pirringi því ef maður byðst til að sækja verslunarstjórann eða einhvern sem gæti hugsanlega svarað vælinu þá hættir það oftast við. Það vill bara kvarta.
Guð sé lof að ég er búinn að vinna mig upp úr almenna starfsmanninum og þarf bara að stökkva á kassan stöku sinnum:)