Samnöfn skiptast eftir merkingu sinni í hlutaheiti, hugmyndaheiti og safnheiti.
Hlutaheiti nefnast þau orð sem tákna áþreifanlegan eða skynjanlegan hlut, lifandi eða dauðan, t.d. hestur, steinn, litur.
Hugmyndaheiti tákna það sem ekki er áþreifanlegt eða skynjanlegt, t.d. virðing, harðrétti, ágirnd, reiði, elska.
Safnheiti nefnast þau orð sem tákna heild eða safn margra hluta af einhverju, t.d. hveiti, korn, mergð, fólk.
Beint úr Birni Guðfinns.