Það er dreifikerfið maður
Það er ekki dreifikerfið, það er tenging heimilinna við símstöðina, sama gamla kerfi og hefur verið notað síðan síminn var fyrst lagður hérna.
Í símstöðvunum taka hinsvegar við sér búnaður frá sitthvoru fyrirtækinu, Vodafone er þar með alfarið sér græjur.
Eins og þú sagðir sjálfur -
Eina sem þeir nota frá Símanum er koparinn sjálfann og pláss í símstöðunum.
Er þetta ekki það nákvæmlega sama og ég var að segja hérna í svarinu fyrir ofan?
Vodafone tengir síðan símstöðvargræjurnar saman með Ljósleiðaraneti sem upphaflega var byggt upp af íslandssíma og OR, en er nú alfarið í eigu orkuveitunnar eftir skipti OR og Ogvodafone á því og Linu.net
Landssíminn tengir hinsvegar sínar símstöðvar saman með öðru ljósleiðaraneti í þeirra eigu, það eru því rekin 2 aðskilin ljósleiðarakerfi á Höfuðborgarsvæðinu.
Firstmile kerfið var í upphafi í gegnum aðgang linu.net að ljósleiðarakerfi OR og OgVodafone og er ennþá keyrt á sama kerfi, útlandagátt þeirra er þar að auki í gegnum gömlu linu.net gáttinu sem er á vegum OgVodafone.
Ég endurtek því það sem ég sagði áður….
Það eina sem dreifikerfi Ogvodafone á sameiginlegt með kerfi símans eru koparvírarnir og pláss í símstöðvunum, það er meira segja ekki alltaf raunin, Ogvodafone er t.d. með sína eigin aðstöðu í Garðabæ.